Að lifa með MND
     MND sjúkdómurinn er mislengi að draga fólk til dauða.  Meðalhraðinn á sjúkdómnum er 2-5 ár.  Ef sjúkdómsferlið gengur hratt fyrir sig geta komið fram öndunarerfiðleika á innan við ári.  Þetta fer allt eftir því hve langt komin á veg sjúkdómurinn er þegar hann er greindur en hann er oftast komin 20%-50% á leið þegar hann uppgötvast. 
Nú á dögum hefur margt breyst í lífi MND-sjúklinga.  Þeir hafa aðgang að stuðningshópum, þar sem bæði fagmenntað fólk og svo stuðningsfulltrúar vinna saman og hjálpa til við að nálgast allan þann stuðning sem mögulegur er til að sinna þörfum sjúklinga, bæði líkamlegum og andlegum.  MND-félag á Íslandi hefur einnig verið starfrækt í þó nokkurn tíma þar sem hægt er að leita upplýsinga um stuðning, hjálp oflr. 
     Til eru dæmi um að fólk lifi með sjúkdómnum í langan tíma, eins og  Stephen W. Hawking.  En hann var greindur þegar hann var 21 árs útskriftarnemi frá Cambridge Háskólanum í Englandi.  Í dag er hann 54 ára, giftur og á 3 börn.  Þannig að lífið er greinilega ekki búið þó að fólk greinist með MND sjúkdóminn.

Merki MND-félags íslands

Tilbaka
Einkenni og orsök MND
Þróun og meðferð MND
Heimildaskrá