Algengir bakkvillar
Þróun hryggjavandamála L

Einkenni bakverkja koma ekki alltaf fram eins hjá öllum og er því oft á tíðum erfitt að skilgreina um hvaða bakverki er að ræða. Sumir kvillar eru án sérkenna. Þá er um að ræða einhverskonar tognun á liðböndum eða annari röskun á hryggjarliðunum, sem veldur því að aðlægir vöðvar herpast saman í sársaukafullum krampa.  Stundum eru eymsli og verkir bundin ákveðnum svæðum en oft eru verkirnir útbreyddir um allt bak.

     Þursabit er bundið við mjóbakið og er oft afleiðing mikillar áreynslu. Mesta álagið er á lendarliðunum og verða þeir því oft fyrir hnjaski. Það er mjög misjafnt hvort verkurinn kemur í einu vetfangi eða smám saman og bakið læsist.

     Rófubeinsverkur er verkur sem bundinn er við neðri hluta hryggjarsúlunnar eða rófubeinssvæðið. Verkurinn finnst mest þegar setið er. Hann getur stafað af falli þjóhnappana eða af meiðslum eftir annan áverka. Konur fá stundum þannig verk eftir fæðingu.

     Þjótak er verkur stafar af þrýstingi á settaugina þar sem hún liggur frá mænu.  Hann liggur frá þjóhnappinum mislangt niður eftir fótunum. Þessi verkur veldur oft hryggjarstirðnun eða hryggþófarhlaupi.

Aðrir minna algengir kvillar eru:

 Hryggþófarhlaup. ( Brjósklos í baki ) Á milli hvers og eins hryggjarliðar er hryggþófi. Hryggþófarnir eru mjúkir og þjálir og eru þeir samansettir af ytra bandvefslagi sem umlykur hlaupkenndan innri massa. Hryggjarþófarnir eru eins konar demparar fyrir hrygginn. Hrörni þófinn eða glati sveiganleika sínum vegna of mikillar áreynslu eða elli, hleypur hann til þ.e.a.s hluti af hlaupkennda massanum þrýstist út gegn um bandvefinn. Hryggþófinn glatar þá höggdeifandi eiginleika sínum og viðkomandi finnur fyrir sársauka og boðflutningur um  taugarnar geta truflast. Verkurinn kemur oftast smám saman. Hryggþófunum neðar í bakinu er hættara við hlaupi enda er þar mesta álagið. Þessi sjúkdómur er frekar algengur.

Hryggjarstirðnun.( t.d. slitgigt )  Þessi sjúkdómur kemur oftast ekki fram fyrr en eftir fertugsaldur.  Bilin milli hryggjarliðanna þrengjast þegar hryggjarþófarnir glata fjöðrun sinni vegna óhóflegs álags,  meiðsla  eða sjúkdóma. Stundum vaxa beinsprotar frá köntum hryggjarliðbolanna og geta valdið óþægindum á taugum sem koma frá mænunni. Hryggstirðnun veldur auknu álagi á hrygginn og allar hreyfingar verða erfiðari.


Algengir bakkvillar

Flestir finna fyrir bakverkjum einhvern tímann á æinni. Sumir finna meira fyrir því en aðrir.

 

Orsök
Algeng vandamál
Anatómía
Meðferð.
Til baka


Beinavefurinn. Bakvandamál.
Höfundar: Kristín Björg Ólafsdóttir, Margrét Dís Óskarsdóttir og Sandra Guðmundsdóttir.
Vefari: Margrét Dís Óskarsdóttir
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein5/