Meðferð
Þróun hryggjavandamála Miklu máli skiptir til þess að losna við bakverki er að vernda bakið. Það verður að beita því rétt. Hryggurinn er best búinn undir álag í miðstöðu og þannig á hann einnig að vera ef setið er lengi í sömu stöðu. Það er nauðsynlegt að hugsa vel um vinnuaðstöðu og tækni í vinnu. Ef viðkomandi er í mikilli þungavinnu þarf hann að vera í góðri þjálfun og vel meðvitaður um líkama sinn. Ef unnið er við skrifstofuvinnu þarf allur búnaður að vera hentugur fyrir hvern og einn þannig að hryggurinn sé ávalt í réttri stöðu. Lifnaðarhættir skipta líka töluverðu máli. Rétt matarræði, kalkrík fæða fyrir beinin og ef kílóin eru of mörg er meira álag á hrygginn. Góður nætursvefn er mikilvægur. Dýnan á að laga sig að líkamanum þannig að hryggurinn liggi beinn.

Heilinn tekur á móti skilaboðum um verki frá líkamanum. Heilinn sendir þá tilbaka skilaboð ( endorfín/seratonin )  sem róa verkina niður og verkir minnka. En þetta gerist frekar ef sjúklingurinn heldur áfram að hreyfa sig. Í lok nítjándu aldar var læknir í Englandi sem hét Hugh Owen Thomas ,ORTOPED sem var brautryðjandi í því að fá fólk til þess að leggjast niður og hvíla sig við bakverki. Hann taldi að allir bakverkir væru vegna brjósklos sem þrýsti á taug. Í sumum tilfellum er rétt að hvíla en við álagsbundna bakverki getur það haft þveröfug áhrif einmitt vegna þess að þá sendir heilinn ekki rétt skilaboð út til hryggjarins. Þetta getur jafnvel haft í för með sér verri skaða heldur en áður. Undanfarin ár hefur of mörgum sjúklingum verið ráðlagt að hvíla við bakverki og hefur það haft í för með sér mun fleiri langtíma veikindafrí. Slíkar ráðleggingar heyra nú nánast sögunni til nema i vissum alvarlegri sjúkdómum.

Oft er meðferð ekki hafin fyrr en langur tími er liðinn. Nú er talið heppilegt að meðferðin byrji  fyrr.  Mikilvægt er að alhæfa ekkert þegar um meðferð við bakverkjum er að ræða. Það sem er gott fyrir einn getur verið hreint skaðlegt fyrir annan. Fyrir suma er gott að vinna alveg áfram, fyrir aðra er betra að vinna 50% og fyrir enn aðra er best að hætta alveg að vinna. Margir þurfa að fara til sjúkraþjálfara en margir geta lika gert æfingar sjálfir. 

Gylltu reglurnar ef maður þjáist af bakverkjum;

gott er að hvetja til

-reyna að leysa félagsleg vandamál í umhverfi sínu, sættast við vinnufélaga og fjölskyldumeðlimi                                                   -jákvæðs viðhorfs                                                    -virkar hvíldar, gera léttar æfingar                                                                       -vera eins lítið í veikindafríi eins og mögulegt er og að vinna ef möguleiki er, stundum þrátt fyrir að allir verkir eru ekki farnir


Æskilegt er að forðast mikil og snörp átök ef maður á í vanda með bakið

Ráð gegn langverandi bakverkjum eru einstaklingsbundin. Það sem hentar einum getur jafnvel haft skaðleg áhrif á þann næsta. Nokkrar gylltar reglur eru þó til staðar.

Brjósklos, kjarni þrýstir á taug og veldur verkjum

Létt hreyfing er æskileg, til dæmis ganga eða skokk.

Orsök
Algeng vandamál
Anatómía
Meðferð
Til baka
Sjúkdómar í beinum


Beinavefurinn. Bakvandamál.
Höfundar: Kristín Björg Ólafsdóttir, Margrét Dís Óskarsdóttir og Sandra Guðmundsdóttir.
Vefari: Margrét Dís Óskarsdóttir
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein5/