Starfsemi kalkkirtlanna
Kalkkirtlarnir sjá
um að stilla kalkstyrk í blóði og vefjavökva.
Til þess nota þeir kalkkirtilsvaka eða PTH. En það
er lítið prótein er vekur viðbrögð hjá
D-vítamínum og beinbrjótum. Þegar kalkstyrkur
í blóði er orðinn lár fer af stað starfsemi
í kalkkirtlunum og þeir framleiða kalkkirtilsvaka.
Vakinn er framleiddur af golgifléttum, en þær senda
þær frá sér sem seytibólur sem seinna
fer í gegnum frumuhimnu kirtlanna, út í millifrumuefnið
og þaðan í blóð(sjá mynd). Blóðið
flytur vakann síðan að ákvörðunarstað.
Kalkkirtilsvakinn virkjar D-vítamínið sem eykur frásog
kalks úr fæðu. D-vítamínið og
vakinn vinna einnig að kalklosun úr beinum(lætur beinbrjótana
fara af stað og kalk úr beinum).
Ef kalkstyrkur
blóðs verður of hár hættir kalkkyrtillinn að
framleiða vakann. Ef styrkurinn fer of hátt yfir eðlileg
mörk(u.þ.b. 20%) losar skjaldkirtillinn vaka sem nefnist kalsítónin
sem hamlar losun kalkkirtilsvakans, störf beinbrjótanna og
minnka frásog kalks úr beinum. Þetta stuðlar
allt að eðlilegu kalkmagni í blóði.
|