-
Ofstarfsemi kalkkirtla
-
Með ofstarfsemi
kalkkirtla er átt við þegar kalkkirtlarini mynda of mikið
af kalkkirtilshormóninu. Ástæðurnar eru tvær:
-
a) Lítið
góðkynja æxli (kirtilæxli)
-
b) Útbreidd
stækkun allra fjögurra kirtlanna.
-
Við ofstarfsemina
eykst kalk í blóði á kostnað beinanna. Nýrun
bregðast við með því að skilja kalkið
út í þvagi en það hefur takmörkuð
áhrif og hækkar því blóðkalkið
smátt og smátt með árunum.
-
Einkenni:
Einkennin koma ekki í ljós fyrr en sjúkdómurinn
er kominn á hátt stig en þá er einstaklingurinn
í flestum tilfellum kominn á miðjan aldur. Sjúkdómurinngetur
samt greinst fyrr vegna almennrar blóðrannsóknar eða
rannsóknar vegna annars sjúkdóms. Ofstarfsemi truflar
efnaskipti líkamans og vart verður við:
-
Meltingartruflanir
-
Þunglyndi
-
Lin og óeðlilega
brothætt bein
-
Nýrnasteinar
-
Meðferð:
Hægt er að lækna sjúkdóminn endanlega með
því að skera burt kirtilæxlið eða þrjá
af kirtlunum fjórum, ef um útbreidda stækkun er að
ræða. Eftir þess háttar aðgerð er hætta
á að ekki verði nóg af kalkhormóninu til að
viðhalda magni kalks í blóði.
Ofstarfsemi kalkkirtla
1.Kalk fer úr beinum í blóð þannig
að bein gisna og verða brothætt með tímanum
2.Kalkstyrkur eykst í blóði
3.Nýrun skilja kalk úr þvagi og það
myndast nýrnasteinar |
|
Vanstarfsemi
Starfsemi
kalkkirtils
Til
baka
|
-
|