-
Kalkkirtillinn.
-
Höfundar: Kristín G. Sigursteinsdóttir
og Sigríður Eva Guðmundsdóttir.
-
Kalkkirtlarnir eða
glandulae parathyroideae, eru mjög litlir eða á stærð
við baun. Þeir eru staðsettir aftan á sitthvorum
skjaldkirtlinum(sjá mynd). Oftast eru þeir 4, tveir
sitthvorum megin á skjaldkirtlinum, en þeir geta verið
alveg frá 2 og upp í 10. Þeir eru innkirtlar
og hafa því ekki afrennslisgöng en í staðinn
losa þeir afurð sína, kalkkirtilsvaka eða -hormón,
í blóð, en þaðan fer vakinn til móttökustaða
sinna.
-
Kirtlarnir eru umluktir
þunnu bandvefshýði. Innan í því
eru síðan innkirtlafrumur eins og endocrinocytus principalis,
sem eru litlar frumur með ljóst umfrymi og framleiða PTH
eða kalkkirtilsvaka, og endocrinocytus oxyphilicus, sem innihalda mikinn
fjölda hvatbera en eru ekki virkar við framleiðslu kalkkirtilsvakans.
-
Kalkkirtillinn sér
um að stilla kalkstyrk í blóði. Hann virkir
D-vítamín til að auka frásog kalks í fæðu(sjá
nánar í starfsemi). Hann gegnir mikilvægu starfi
í líkamanum þrátt fyrir smæð sína.
Hann sannar það að margur er knár þótt
hann sé smár.
-
|