Vanstarfsemi kalkkirtla
-
Með vanstarfsemi
er átt við þegar kalkkirtlar mynda ekki nóg af
kalkhormóni. Sjúkdómurinn getur annars vegar
verið þáttur í vanstarfsemi fleiri innkirtla eða
hins vegar aðeins verið bundinn kalkkirtlunum. Orsök kvillans
er óþekkt en hann er afar sjaldgæfur og leggst frekar
á börn en fullorðna.
-
Skortur veldur því
að kalkinnihald blóðs og vefjavökva minnkar. Mikilvægt
er fyrir taugakerfið að það sé nóg af kalki
í blóði en vanstarfsemi kalkkirtla veldur því
að taugaendarnir verða auðertanlegri og geta þannig losað
boðefni sjálfkrafa. Það orsakar vöðvakippi
sem geta endað með krampa. Krampar í vöðvum barkakýlis
geta leitt til köfnunardauða.
-
Einkenni:
-
Sársaukafullir vöðvakippir í höndum,fótum
og koki.
-
Fiðringur og dofi í andliti og höndum
-
Ský á augum
-
Þurr húð
-
Þunnt hár
-
Sveppasýking í munni
-
Sveppasýking í leggöngum
-
-
Einkenni hjá börnum þar sem sjúkdómurinn
hefur ekki verið greindur:
-
Uppköst
-
Höfuðverkur
-
Vangefni
-
Krampar
-
Lélegur tannþroski
-
-
Meðferðin:
Eftir að sjúkdómurinn greinist er þörf á
ævilangri meðferð með D-vítamíntöflum
sem bæta upp kalkmissinn í blóðinu. Ef sjúklingurinn
fær mátulegan skammt af D-vítamíni getur hann
lifað við góða heilsu. Samt sem áður er mikilvægt
að mæla blóðkalkið á nokkurra mánuða
fresti, til að kanna hvort vítamínskammturinn sé
hæfilegur.
Ofstarfsemi
Starfsemi
kalkkirtilsins
Til
baka
|