Tíðahvörf er fullkomlega eðlilegur þáttur í þroska konunnar.
Það sem gerist er það að hún hættir að fara á blæðingar og er þar að leiðandi ekki frjó
lengur. Tíðahvarfinu fylgja miklar líkamlegar, andlegar og tilfinningalegar
breytingar og taka konur þeim breytingum misvel.
Þetta er allt tengt miklu flæði hormóna og samverkun margra þátta.
Ástæðan er sú að alla ævina er eggjunum í eggjastokkunum stöðugt að fækka við
egglos og venjulega upp úr fertugu fer þeim að fækka örar en áður og gæðin minnka.
Oft ná þá eggin ekki að þroskast að fullu og egglosum fækkar.
Það kemur þá að því að eggblöðrurnar ganga til þurrðar.
Þegar engar blöðrur eru eftir er þar af leiðandi enginn staður lengur til myndunar
estrógena né staður fyrir eggin að þroskast.
Meðalaldur kvenna þegar þær ganga í gegnum þetta ferli er 51 ár.
|