LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Kynkirtlar kvenna. / Hormón.
Estrógen.

Estrógen eru hin eiginlegu kvenhormón. Þeirra máttugast er estradíól, myndað í eggjastokkum, og á meðgöngutíma einnig í fylgjunni. Estrógen stýrir þroska á æxlunarlíffærum og myndun kyneinkenna konunnar við kynþroska. Í samvinnu við prógesterón stýrir estrógen tíðahringnum og brjóstaþroskun. Vöxtur slímhimnunnar á eggbússtigi, þroski hennar og viðhald á gulbússtigi og á meðgöngutíma er háður estrógeni.
Í líkama stúlkubarns er lítið af kvenhormónum, en þegar kynþroski nálgast eykst myndun og losun þeirra og þó aðallega estrógens til að byrja með og fram koma annars stigs kyneinkenni konunnar.

kynþroskaaldurinn:

Kynþroskaaldurinn, úr barni í konu!


Hormónavefurinn. Kynkirtlar kvenna.
Höfundur: Margrét Harpa Garðarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon7/estrogen.htm