Estrógen eru hin eiginlegu kvenhormón.
Þeirra máttugast er estradíól, myndað í eggjastokkum, og á meðgöngutíma einnig
í fylgjunni. Estrógen stýrir þroska á æxlunarlíffærum og myndun kyneinkenna konunnar við
kynþroska. Í samvinnu við prógesterón stýrir estrógen
tíðahringnum og brjóstaþroskun.
Vöxtur slímhimnunnar á eggbússtigi, þroski hennar og viðhald á
gulbússtigi og á
meðgöngutíma er háður estrógeni.
Kynþroskaaldurinn, úr barni í konu!
|