LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Tennurnar hans Jóa.

Tannsjúkdómar.

    Efnisyfirlit: Tennur gegna lykilhlutverki í sambandi í fæðunám manna, en þar byrjar meltingin með því að maturinn er brotinn niður og mulin svo hægt sé að vinna úr honum þegar neðar kemur í meltingarveginn. Tennur eiga það til að skemmast og jafnvel eyðileggjastst alveg þannig að þær hætta að sinna sínu starfi og valda sársauka eða jafnvel detta alveg úr; því er það mikilvægt að hugsa um þær og snyrta.

Tannskemmdir.

Til eru nokkuð margir sjúkdómar sem geta hrjáð tennur og tannhold en allt byrjar það út frá því sama, þ.e. tannskemmdum. En þær koma þannig til að á tönnunum er klísturkennt efni sem kallast sýkla, en það er sett saman úr slími, matarleifum og bakteríum. Þetta efni er aðalega á milli tannanna og þar sem tennurnar mæta gómnum. Gerlarnir vinna þannig að þeir mynda sýru með því að brjóta niður sykurinn í fæðunni en sýran vinnur á glerungnum og eyðir honum. Ef þessi sýra er ekki fjarlægð og fyllt upp í skemmdina étur sýran sig niður í tannbeinið og ef það gerist myndast bólga. Líkaminn bregst við því eins og þegar sýklar brjótast inn í líkamann annars staðar þ.e. með því að senda hvít blóðkorn til að ráðast á gerlana. En við þetta eykst blóðstreymi í tönninni og æðarnar þrýsta á taugarnar og þá finnum við fyrir tannpínu. Ef ekkert er gert þá deyr sýkta kvikan en það kallsta tanndauði og verður fjallað um það hér á eftir.

Einkenni tannskemmda er tannpína. Fyrst er hún væg og þú finnur fyrir henni þegar þú borðar eitthvað kalt, heitt eða sætt. Síðan þegar tannkvikan er farin að bólgna verður hún stöðug og sársaukafyllri. Þú getur einnig fundið fyrir stingverkjum þegar þú liggur.

Tannskemmdir eru mjög algengir, jafnvel einn algengasti sjúkdómur mannkyns og þá sérstaklega í löndum þar sem mikilla sætinda er neytt. Hér á Íslandi eru um helmingur tanna í börnum á aldrinum níu til ellefu ára skemmdar. Í Bandaríkjunum er 14 af hundraði fullorðna með engar eigin tennur en í Bretlandi er þetta helmingi verra eða 30 af hundraði. Við þessar tölur fer fólk að spyrja hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessa miklu tannskemmdir. Svarið við því er það sem flest allir foreldrar eru að nöldra í börnum sínum; bursta tennurnar reglulega með flúortannkremi, minnka sykurát og fara reglulega til tannlæknis.

Upp síðuna.

Tanndauði.

Tanndauði er sá sjúkdómur sem kemur þegar sýklar hafa drepið tannkvikuna. Ekki er hægt að sjá nein einkenni við tanndauða önnur en þau að tannpínan hverfur. Of er það þannig að fólk veit ekki af þessu fyrr en það fer til tannlæknis. Eftir svolítinn tíma verður svo tönnin gráleit. Þegar svo er komið er aðeins eitt að gera, það er að segja ef tannskemmdin sé ekki of mikil, það er að bora gat á tönnina og hún hreinsuð og síðan er hún rótarfyllt þ.e. fylla tannholið og tannrótargöngin.

Upp síðuna.

Ígerð í tönnum.

Þegar tennur eru að skemmast og deyja getur myndast ígerð. Ígerð myndast þegar bakteríur og eiturefni safnast fyrir í tannholinu og tannrótarganginum og valda sýkingu í nærliggjandi beinum. Þessu fylgir gríðarlegur sársauki, þá sérstaklega þegar tuggið er. Þessi tannsjúkdómur kemur upp hjá þeim sem ekki fara til tannlæknis því þetta gerist bara þegar tennur eru orðnar mikið skemmdar. Ef ekki er farið til tannlæknis eða fengin sýkladrepandi lyf við þessu er hætta á blóðeitrun.

Ígerð í tönn:
Ígerð í tönn.

Upp síðuna.

Tannskekkja.

Réttar tennur:
Réttar tennur.

Tannskekkja er mjög algegnur sjúkdómur en a.m.k. 30 af hundraði unglinga hefðu gagn af tannréttingu. Tannskekkja stafar af mörgum þáttum og ber erfðir þar hæst. Börn fá erfðaefni frá báðum foreldrum sínum en stundum passa eiginleikar frá þeim ekki saman og valda tannskekkju. Tennurnar geta verið of stórar miðað við kjálkana og þar með valdið þrengslum svo þegar tennurnar vaxa hallast þær fram eða aftur eða skörun verður við næstu tennur.

Afturskakkar tennur:
Afturskakkar tennur.
framskakkar tennur:
Framskakkar tannar.
Til eru lika fleiri gerðir af tannsekkjum t.d. þegar tennurnar í efri gómi eru framstæðari en þær í neðri og líka getur það verið öfugt. Það er samt ekki hægt að kenna erfðum um allar tannskekkjur. Tennur geta líka skemmst þegar barnatennur hafa glatast of snemma vegna tannskemmda en þá myndast rými sem fullorðins tennurnar reyna að fylla upp í. Þegar skekkja er mjög mikil er ekki mikið hægt að gera nema sætta sig við skekkjuna en þó ef þetta hefur mikil áhrif á líf einstaklingsins er hægt að ráðast út í skurðaðgerðir en fólki er frekar ráðlagt að fara ekki út í það því að það dýrt og ekki er það lausn allra mála. Þegar um er að ræða minni skekkjur eru þær yfirleitt réttar með spöngum (teinum). Þetta er yfirleitt gert þegar tennurnar eru ennþá að vaxa (þ.e. í börnum og unglingum) og tekur langan tíma. Tannrétting er einnig framkvæmd með spöngum hjá fullorðnum en þá tekur þetta mun lengri tíma.

Upp síðuna.

Tannholdsbólga.

Tannholdsbólga er mjög algengur sjúkdómur en talið er að 9 af hverjum 10 fullorðnum þjáist af þessum sjúkdóm. Sjúkdómurinn stafar af því að sýkla safnast fyrir neðst á tönnunum og myndast smá sár sem sýkist síðan og bólgnar upp og við það myndast holrúm milli góms og tanna. Þar safnast svo meira af sýklum og gómurinn bólgnar meira sem leiðir af sér alvarlegt ástand. Þegar þetta gerist verður tannholdið rautt, mjúkt og glansandi einnig blæðir úr því þegar tennur eru burstaðar. Þegar einstaklingur er með tannholdsbólgur getur það leitt af sér fleiri sjúkdóma svo sem Vincents sjúkdóminn og einnig alvarlega tannholdssjúkdóma. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að bursta tennurnar reglulega og nota tannþráð til að fjarlægja sýkla.

Tannholdsbólga:
Tannholdsbólga.

Upp síðuna.

Andremma.

Þegar ekki er hugsað nógu vel um tennurnar byrja þær að skemmast og þegar þessar skemmdir eru orðnar miklar byrja þær að lykta illa og er það kallað andremma. Andremma orsakast ekki eingöngu vegan lélegrar tannhirðu hún getur einnig orsakast af sýkingu í koki, loftvegum, vélinda og maga. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að hugsa vel um munn og tennur, borða grófmeti og fara reglulega til tannlæknis.

Allir geta verið sammála um að það er ekki gott að lenda í því að tennur manns skemmast en kemur það þó fyrir og oft vegna lélegrar tannhirðu. Hér að ofan hafa aðeins verið taldir upp nokkrir af helstu sjúkdómum tanna en þeir eru þónokkrir sem ekki hefur verið sagt frá. Nú á tímum hugsar fólk meira um útlit sitt og því hlýtur það að segja sér sálft að með því að hugsa vel um tennurnar sínar launar það sig með bættu útliti því:

ef þú brosir framan í heiminn brosir heimurinn til þín!

Tennurnar hans Jóa / Upp síðuna.


Meltingavefurinn. Tennurnar hans Jóa.
Höfundar: Árni Þór Hilmarsson, Ársæll Jónsson,
Eyjólfur Þorkelsson og Stefán Magni Árnason.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting2/sjukdom.htm