Smáþarmar, eða garnir, eru rúmlega 5 metra langir og 4 sm. í þvermál,
í innra borði þeirra myndar slíman hringfellingar sem auka yfirborð þeirra.
Aðalhluti meltingar fer þar fram og auk þess er fæðan frásoguð þaðan.
Smáþarmar skiptast í skeifugörn duodenum sem er efsti hlutinn, ásgörn jejunum og dausgörn ileum, duodenum er dregið af latnesku orði sem þýðir 12, en lengd skeifugarnar er um 12 fingurbreiddir, 25cm. Skeifugörn tekur við fæðumaukinu úr maga þar tekur efnafræðileg sundrun við. Bris og lifur losa afurðir sína í skeifugörn. Gall kemur frá gallblöðru, brissafi frá briskirtli og þarmasafi úr þarmavegg, en um 20 efni taka þátt í niðurbroti fæðunnar. Flestar fæðusameindir sem koma úr maga eru of stórar og ekki nógu mikið meltar til að frásogast í gegnum garnaveggi. Þekjufrumur í slímu skeifugarnar framleiða hvata sem gera fæðumaukið frásogshæft. Við meltingu verða hráefnin og orkan aðgengileg fyrir frumur. Þegar meltingu fæðunnar er lokið taka þarmatotur, sem ganga inn í holrúmið við, og sjúga til sín næringarefnin. Veggir smáþarma eru þaktir milljónum fingurlagaðra þarmatota. Næringarsameindin fer í gegnum einfalt lag þekjufrumu í totunum og síðan í gegnum einfalt frumulag háræða eða mjólkuræða til blóðs eða vessa. Milli þarmatota eru kirtlar sem liggja djúpt inn í slímunni, þeir gefa frá sér mikinn vökva sem gagnast við meltingu og frásog næringarefna vegna vaka og viðbragða sem verða þegar görnin er þanin af fæðumauki. Aminósýrur og einsykrur frásogast í gegnum þekjufrumuvegg garnar inn í blóðið og portæðin flytur þær til lifrar til geymslu og dreifingar. Mjólkuræðarnar taka hins vegar til sín fitusýrurnar og fara þær með sogæðum í blóð. Ómeltanleg fæða heldur áfram í ristil. Vöðvasamdráttur ýtir fæðumaukinu eftir smáþörmum og eftir því sem það berst lengra brjóta fleiri meltingarvökvar og ensím það niður, vöðvasamdrátturinn veldur því líka að fæðan losnar í sundur svo hún verður aðgengilegri fyrir efnameltingu, meltingarsafar eiga greiðari leið til að blandast saman við hana og næringarefnin að frásogast. |
LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Meltingarvegur