NÁT 123, efna- og eðlisfræði. Sumarfjarnám
2002
Til baka: Aðalsíða
NÁT 123
NÁT 123, kennsluáætlun:
Markmið áfangans:
Að nemendur:
-
Þekki helstu grunnhugtök
efnafræði- og eðlisfræði og nái að tengja
þau við fyrri þekkingu og sitt daglega líf.
Sjá Aðalnámsskrá framhaldsskóla, náttúrufræði
hluta.
-
Kunni skil á mismunandi
orkugjöfum.
Viðfangsefni:
Í áfanganum
eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni
þar sem tvinnast saman nokkur grundvallar eðlis- og efnafræðilögmál
og kenningar. Orkulögmálið er þungamiðja áfangans
og ýmsar myndir þess tengdar tækni með íslenskar
aðstæður að leiðarljósi. Nemendur skila tveimur
verkefnum.
Kennslugögn:
Eðlis- og efnafræði,
orka og umhverfi eftir Rúnar S. Þorvaldsson. Útgefandi:
Iðnú.
Gögn sem nemendur fá
afhent í lokaprófi:
-
Frumefnatafla.
-
Lotukerfi (sjá innan
á kápu bókar, aftast).
-
Jónatafla á bls.
225. Í töfluna vantar nöfn S2- sem heitir
súlfíð, C4- sem heitir karbíð og
Fe3+(III) sem heitir járn.
-
Tafla með grískum
heitum tölustafanna bls. 47.
-
Eðlisfræði
formúlublað.
Kennsluskipulag:
Áfanganum
er skipt í fjórar lotur sem nefnast: Inngangur, efnafræði,
eðlisfræði og orka. Í upphafi hverrar lotu verður
nánar fjallað um markmið hennar og skipulag.
Vinnuáætlun:
Námsmat:
-
Lokapróf gildir 80%
-
Verkefni gilda 20%.
Kennari:
Sigurlaug
Kristmannsdóttir, líffræðingur
Fjölbrautaskólinn
við Ármúla, júní 2002