LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Eistu.

Eistu.

sáðpípla, þverskurður:
Myndin sýnir langskurð af eista.
Það er sáðstrengur sem tengir eistun við líkamann. Hvort eista er úr tveimur meiginhlutum, kynkirtili annars vegar, sem myndar sáðfrumur og karlhormónið testósterón, og hins vegar þéttvafinni rás sem kallast eistalyppa, en hún liggur á bak við kynkirtilinn. Eistun mynda stöðugt sáðfrumur í svokölluðum sáðpíplum sem þroskast þaðan inn í eistalyppuna, þar þroskast það í tvær til þrjár vikur, áður enn þær ýtast inn í sáðrásina. Pungurinn er þakinn kynhárum. Vöðvalag liggur utan um punginn sem dragast saman, þegar kynferðisleg erting á sér stað, Og þegar kalt er. Í miklum hita slagnar á þessum vöðvum og pungurinn sígur, þessi vöðvaviðbrögð valda því að hitarstig inni í pungnum er stöðugt, sem er mjög mikilvægt, þar sem framleiðsla sáðfrumnanna er mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi og hitinn inni í pungnum á að vera aðeins lægri en líkamshitinn. Pungurinn er einn af þeim stöðum sem hættir við kali þegar mikill kuldi er.


Hormónavefurinn. Eistu.
Höfundar: Pálmar Örn Guðmundsson og Lárus Arnar Guðmundsson.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon10/eistu.htm