LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Sykursýki.
Sykursýki.

Sykursýki, Diabetes Mellitus er efnaskiptasjúkdómur sem lýsir sér með því að brisið dregur úr framleiðslu insúlíns, hættir því alveg, eða framleiðir óvirkt insúlín.

Þegar við borðum fáum við fyrst og fremst næringu úr þremur efnum sem kallast fita, eggjahvíta og kolvetni. Eftir að maður hefur látið ofan í sig kolvetni fara þau þá í magann og þar er þeim breitt í glúkósa (þrúgusykur) og fer hann svo út í blóðið. Þá kemur brisið við sögu og insúlínið sem er í brisinu sér um að færa glúkósann úr blóðinu og í vöðva.

Í vöðvunum er glúkósinn annað hvort geymdur eða breytt í orku. Insúlín er því hormón sem hefur það hlutverk að örva frumur til þess að taka við sykri og geyma hann. Þegar brisið gerir svo ekki það sem það á að gera er sykurinn kyrr í blóðinu hann fer ekki í vöðvana og blóðsykurinn mælist hærri en vanalega. Insúlín gegnir hlutverki sínu bara einu sinni og þegar það hefur lokið því brotnar það niður í líkamanum. Þess vegna þarf að endurnýja insúlínbirðir hjá sykursjúkum.

Til að greina sykursýki eru flestir sendir í sykurþolspróf. Í því er blóðsykurinn mældur tveimur tímum eftir upphaf prófs. Eðlilegt er að blóðsykurinn sé undir 7,7mmol/L en ef hann er hætti en 11,1mmol/L er um að ræða sykursýki.


Hormónavefurinn. Sykursýki.
Höfundar: Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir og Hjördís Rut Albertsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon18/sykur.htm