LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Kynkirtlar kvenna. / Tíðahringur.
Óreglulegar blæðingar.

Óreglulegar blæðingar eru algengastar hjá stúlkum á táningsaldri og hjá konum rétt fyrir tíðahvarf. Ójafnvægi í hormónastarfsemi er í flestum tilfellum ástæðan fyrir þessari röskun á tíðahringnum en þó geta fjölmargar aðrar ástæður spilað þar inn í og er afar persónubundið. Það þarf ekki annað en að einhver röskun verði á tilfinningalegu jafnvægi konunnar.

Yfirleitt tengist þetta ójafnvægi estrógens í líkamanum. Litlar og langvarandi blæðingar stafa af of litlu magni estrógens í blóði rétt eins og of mikið magn getur orðið til þess að blæðingar falla í eitt skipti alveg niður en verða þess í stað afar miklar næsta mánuðinn.

Of lítið prógesterón í blóði getur verið orsökin að miklum og langvarandi blæðingum.


Hormónavefurinn. Kynkirtlar kvenna.
Höfundur: Margrét Harpa Garðarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon7/oregla.htm