Prógesterón er annað mikilvægt hormón fyrir kynþroska og kynstarfsemi konu og er það nefnt meðgönguhormón þar sem það er einkum virkt síðari hluta tíðatímabilsins á gulbússtiginu og á meðgöngutíma. Sterahormón eins og estrógen er myndað í eggjastokkum og í fylgju á meðgöngutíma og er myndun þeirra ekki jöfn yfir tíðamánuðinn. Fram að egglosi myndast sérstaklega mikið estrógen en einnig lítið eitt af prógesteróni. Bæði þessi hormón verða til í veggjum blöðrunnar í eggbúinu. Við það er kenndur tíminn frá upphafi tíða að egglosi og kallaður eggbússtig. Sjá einnig kafla um óreglulegar blæðingar. |