Flogaveiki~epilepsy | |
Orsakir
Algengar tegundir floga: ~Krampaflog ~Ráðvilluflog ~Störuflog Er ég með flogaveiki? ~Greining og ráðstafanir Lyf: ~Formáli ~Lyfjategundir og virkni Akstur flogaveikra Kynlíf flogaveikra Viðbrögð við flogi ~Skyndihjálp |
-Grundvöllur heilans eru taugaboð sem send eru milli taugafrumna sem tengjast hver annarri á flókinn hátt. Til að einstaklingur geti hugsað hreyft sig o.s.frv. þarf samspil taugafrumnanna að vera samhæft. Þegar samspil taugafrumnanna truflast koma flogaveikiköst, eðlileg heilastarfsemi fer úr skorðum og einkenni þessarrar óeðlilegu starfsemi koma í ljós. Það getur verið ósjálfráður samdráttur í vöðvum, skert meðvitund eða algjört meðvitundarleysi, talörðugleikar o.s.frv. Köstin vara yfirleitt ekki lengi en þau geta verið allt frá nokkrum sekúndum upp í nokkrar mínútur. |