Flogaveiki~epilepsy
Hvað er flogaveiki?
Orsakir
Algengar tegundir floga:
     ~Krampaflog 
     ~Ráðvilluflog 
     ~Störuflog 
Er ég með flogaveiki?
     ~Greining og ráðstafanir 
Lyf:
     ~Formáli 
     ~Lyfjategundir og virkni 
Akstur flogaveikra
Kynlíf flogaveikra
Viðbrögð við flogi
     ~Skyndihjálp
Er ég með flogaveiki: 
*Minnisleysi eða brenglað minni. 
*Algeng yfirlið ásamt missi þvags og/eða hægða. Fylgjandi þessu er mikil þreyta. 
*Starandi augnaráð hjá börnum; stutt augnablik þegar engin viðbrögð eru merkjanleg við spurningum eða fyrirmælum. 
*Barnið dettur snögglega án sýnilegrar ástæðu. 
*Barnið deplar augum eða tyggur í stutta stund á ástæðu. 
*Krampi, með eða án hita. 
*Klasar snöggra kippa hjá börnum. 

Greining og ráðstafanir: 
Fái einhver eitt flog er hann ekki endilega með flogaveiki. Flogaveiki verður ekki greind fyrr en að nokkrum köstum liðnum. 
Í sumum tilfellum getur verið erfitt að greina sjúkdóminn en oftast er sjúklingurinn sendur til sérfræðings. Hægt er að staðfesta grun um flogaveiki með heilariti sem mælir virkni rafboða í heilanum. Þessi rannsókn getur einnig staðsett upptök floganna og greint gerð þeirra. Vefrænir sjúkdómar í heila geta orsakað flog og er þá unnt að greina með myndgreiningaraðferðum, tölvusneiðmynd og segulómskoðun af heilanum. Yfirleitt er flogaveiki meðhöndluð með lyfjagjöf. Í flestum tilfellum þarf að gera grein fyrir eðli sjúkdómsins áður en hægt er að hefja lyfjagjöf.