Flogaveiki~epilepsy
Hvað er flogaveiki?
Orsakir
Algengar tegundir floga:
     ~Krampaflog 
     ~Ráðvilluflog 
     ~Störuflog 
Er ég með flogaveiki?
     ~Greining og ráðstafanir 
Lyf:
     ~Formáli 
     ~Lyfjategundir og virkni 
Akstur flogaveikra
Kynlíf flogaveikra
Viðbrögð við flogi
     ~Skyndihjálp
Tegundir floga: 
-Ýmsar tegundir floga eru til en þær ráðast af því hvar í heilanum truflunin verður og hversu víðtæk hún er. 
# Altækt krampaflog er það sem fáir hugsa um þegar þeir heyra orðið flogaveiki. Um er að ræða krampa sem oftast varir í tvær til fimm mínútur. Floginu fylgja vöðvakippir og algert meðvitundarleysi. Flestir sofna í u.þ.b. 1/2 klst. eftir köstin og geta verið syfjaðir og ruglaðir þegar þeir vakna. 
# Störuflog lýsir sér þannig að viðkomandi verður með starandi augnaráð en fellur ekki til jarðar, það varir það aðeins í örfáar sekúndur. Þessi tegund floga er algengust hjá börnum á skólaaldri og geta köstin farið fram hjá foreldrum og aðstandendum. 
# Sértæk flog eða ráðvilluflog valda ósjálfráðum hand- og/eða fótleggjum, truflun á skynjun eða tímabundin ósjálfráð hegðun, s.s. smjatt, uml, eigra um o.fl. Þá er meðvitund ýmist skert eða algert meðvitundarleysi, fólk í þessari tegund floga getur virst drukkið eða undir áhrifum lyfja. 
-Afleiðingar hinna ýmsu gerða floga eru ólíkar og því er nauðsynlegt að bregðast við þeim með ólíkum hætti.