Flogaveiki~epilepsy
Hvað er flogaveiki?
Orsakir
Algengar tegundir floga:
     ~Krampaflog 
     ~Ráðvilluflog 
     ~Störuflog 
Er ég með flogaveiki?
     ~Greining og ráðstafanir 
Lyf:
     ~Formáli 
     ~Lyfjategundir og virkni 
Akstur flogaveikra
Kynlíf flogaveikra
Viðbrögð við flogi
     ~Skyndihjálp
 
Viðbrögð við flogi 
Skyndihjálp: 
Leitið eftir S.O.S., Medic Alert, eða annars konar merki sem einstaklingurinn kann að bera á sér varðandi sjúkdóminn. Verjið hann gegn oddhvössum eða hættulegu hlutum í umhverfinu. Losið um hálsmál hans. Verjið höfuð hans gegn meiðslum. Æskilegt er að snúa honum á hliðina (í læsta hliðarlegu) til að halda öndunarvegi opnum. Verið til staðar þar til hann hefur komist til fullrar meðvitundar. Ef stakt flog varir skemur en 5 mínútur skal spyrja hvort einstaklingurinn æski þess sjálfur að verða fluttur á sjúkrahús. Ef mörg flog koma hvert á fætur öðru eða ef flogið varir lengur en 5 mínútur skal hringja á sjúkrabíl. Ef um barnshafandi konu er að ræða, slasaðan eða sykursjúkan einstakling, skal hringja strax á sjúkrabíl. 

Hvað á ekki að gera: 
- Setjið ekki harða hluti í munn einstaklingsins. 
- Reynið ekki að halda tungu hans. Það er ekki hætta á að hann kyngi henni. 
- Reynið ekki að gefa honum að drekka, hvorki meðan flogið varið né á eftir. 
- Gerið ekki lífgunartilraunir nema öndun fari ekki af stað eftir að vöðvakippir eru hættir eða ef vatn hefur komist í lungu hans. 
- Reynið ekki að halda honum föstum.