Alla þá
tíð sem líf hefur verið á jörðunni
hefur það verið í utanaðkomandi hættu,
annaðhvort vegna annara dýra, eða vegna atburða
í náttúrunni. Til að drepast ekki, hafa
dýr þurft að þróast. "Að
þróast" felur það í sér
að dýr verða flóknari og hæfari til
þess að takast á við umhverfið á
löngu tímabili. En þegar að þeim stafar
skyndilega hætta sem þær eiga ekki að venjast,
eins og t.d. árás ljóns, flóð, slagsmál
upp á líf eða dauða, eða skyndipróf,
þurfa þau
á einhverjum nauðsynlegum aukakrafti að halda. Þessa
skyndihjálp hafa dýrin einnig þróað
með sér í gegn um tímann. Hún er
efnafræðileg og kallast Adrenalín.
Í rauninni eru mörg efni til þess ætluð
að veita þessa skyndihjálp, en adrenalín
er lang virkast af þessum efnum.
|