|
Bygging
: Samsetning noradrenalíns í líkamanum hefst með amínósýrunni
þýrósín og heldur áfram með viðkomu í seríu ensímískra viðbragða.
Frekara ensímískt skref á sér stað í nýrnahettumergnum, þar sem noradrenalíni
er umbreytt í adrenalín.
|
|
Eini munurinn á byggingu
noradrenalíns og adrenalins er sá að adrenalín hefur einu kolefnisatómi
fleira, og þar af leiðandi tveimur vetnisatómum fleira, en noradrenalín.
Amínóhópurinn er í fyrsti hópurinn í noradrenalíni en hann er hópur
númer tvö í adrenalíni. Það var sænski lífeðlisfræðingurinn Ulf
von Euler sem uppgötvaði noradrenalín á miðjum fimmta áratugnum.
|
Myndun: Noradrenalín
er leitt af amínósýrunni þýrósín. Fyrst myndast dópa, síðan
myndast dópamín, sem stundum notast sjálft sem boðefni. Úr dópamíni
myndast því næst noradrenalín sem er aðal boðefni adrenvirkra tauga.
Noradrenalín getur loks orðið að adrenalíni. Þetta á sér fyrst og
fremst stað í nýrnahettumerg. Þetta má betur skoða
á adrenalínsíðunni.
Nýrnahetturnar
nota meðal annars C-vítamín til að knýja áfram myndunarferli noradrenalíns.
Auk þess að vera framleitt í nýrnahettumergnum er noradrenlín framleitt
í endum sypatískra taugaþráða ( eftirhnoðaþráða ). Nýrnahettumergur
er ummynduð sympatísk taugahnoða sem eins og áður sagði myndar mest
af noradrenalíni og adrenalíni líkamans. Noradrenalín safnast í
himnublöðrur og tengist viðtökum sínum á svarfrumu. Noradrenalín
getur líka tengst a(alfa)2 viðtökum á taugaendunum sjálfum og minnkað
þar með losun noradrenalíns úr tauginni. Noradrenalín er endurnýtt
og fer endurupptakan að mestu fram í taugaendanum. Virkt velli/framleiðsla
nýrnahettumergs er hér um bil 80% adrenalín og 20% noradrenalín.
Þetta hlutfall er öfugt í sypatísku taugaþráðunum, þar er noradrenalínið
yfirgnæfandi.
Hormónavefurinn |
|