LOL 103

Virkni og áhrif á líkamann

 

Adrenalín hefur mjög margþætta virkni, annarsvegar er það hormón, hinsvegar taugaboðefni sem hefur áhrif á sjálfvirka taugakerfið.

Hormón: Sem hormón hefur adrenalín áhrif á blóðsykurmagn í líkamanum. Það hækkar hann. Þegar Adrenalíni er hleyp í blóð hefur það áhrif á ß-viðtaka lifrarfruma, (a-(alfa) og ß- (beta) viðtakar eru sérstök prótein sem eru í frumuhimnum) sem veldur því að lifrin fer að umbreyta glykógeni í glúkósa og glyseróli einnig. Þetta veldur því að blóðsykur hækkar mikið. einnig, vegna þess að glyserólið var áður bundið fitusýrum sem fita, verður mikið um lausar fitusýrur í blóðinu. Þessi atriði eru til þess fallin að líkaminn hafi nægan aðgang að orku þegar til átaka kemur. Einn galli er á þessu fyrirkomulagi. Þegar blóðsykur hækkar hleypir líkaminn öðru hormóni út í blóðrásina, insúlíni, sem lækkar blóðsykurmagnið. Adrenalínið sér við þessu með því að örva losum glúkagons, efnis sem hefur þveröfug áhrif við insúlín.

Taugaboðefni: Adrenalín hefur gríðarleg áhrif á sjálfvirka tauga- og líffærakerfið (Blóðrás, öndun, melting, sjón, taugastarfsemi):

Æðar í húð, nýrum og meltingarfærum dragast saman,(melting stöðvast reyndar í mörgum tilfellum), líklega til að koma í veg fyrir blóðtap þegar til átaka kemur. Blóðþrýstingur hækkar, blóðflæði til lungna, hjarta, beinagreindarvöðva og heila stóreykst, þetta er til að þessi líffæri einfaldlega gefist ekki upp þegar þeirra er sem mest þörf. Öndunarvegur galopnast, Öndun verður örari, hjartsláttur hraðari, og vegna aukins blóð- súrefnis- og sykrmagns verður heilinn mun fljótari að bregðast við hlutum. Sjáöldur augna þenjast út og fínlegur skjálfti fer um vöðvana.
Allar þessar breytingar eru ætlaðar til þess að gera einstaklinginn hæfari til að takast á við allskyns hættur, og stundum er sem það veiti manneskju yfirnáttúrulegan styrk, eins til dæmis það að velta bíl ofan af barninu sínu.

Einnig, ef um vonlaus tilfelli er að ræða, hvetur adrenalínið til losunar á dópamíni og endorfínum, sem eru náttúruleg deyfilyf og valda vellíðan, hálfgerðu vímuástandi. Þetta á til dæmis við um drukknun, en fólk sem hefur bjargast og lýst síðustu augnablikunum áður en það missti meðvitund hefur lýst þeim sem ótrúlegri vellíðan og sælu.

Hormónavefurinn


Hormónavefurinn. Adrenalín og Noradrenalín.
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 22. nóvember 2000.