LOL 103

Virkni og áhrif

 

Noradrenalín er taugaboðefni. Án taugaboðefna gæti heilinn ekki unnið úr skilaboðum né sent út skipanir og skilaboð til hinna hluta líkamans. Það er vegna þess að taugafrumur snerta í raun ekki hver aðra, þær eru aðskildar með bilum/skurðum. Þegar taugaboðin sem flytja upplýsingar koma svo á enda taugafrumu flytja taugaboðefnin skilaboðin á milli fruma, án boðefnanna kæmust boðin ekkert. Virkni noradrenalíns er fjölþætt og áhrif þess á líkamann eru fjölmörg og nokkuð mismunandi.

Noradrenalín er eitt af svokölluðum ,,gleðiboðurum'' í heilanum. Þeir byrja að verka þegar álag og streita verður meiri en manneskja getur þolað. Það gegnir einnig mörgum mikilvægum störfum í taugakerfi líkamans. Það sem skiptir okkur mestu máli er hlutverk noradrenalíns í að setja orkuþrep okkar. Eiginleg starfsemi noradrenalíns í heilanum er nauðsynlegt fyrir okkur til að finnast við uppfull orku. Án nægilegs noradrenalín magns í heila verðum við úrvinda, þreytt og orkulaus. Fólk með noradrenalínskort verður smátt og smátt æ syfjaðara. Það virðist ekki hafa orku til neins.

Noradrenalín er einnig eitt þeirra próteina sem hefur áhrif á svengd og saðningu í heilanum og hamlar sársaukaboð.

Noradrenalín verkar yfirgnæfandi á adrenal-framleiðandi viðtaka til að framkalla samdrátt í æðum, við það eykst blóðþrýstingur og blóðflæði um slagæðar. Það eykur einnig tíðni og kraft í hjartasamdrætti, sem eykur afrakstur hjartans, í að dæla blóði, og eykur blóðþrýsting.

Noradrenalín verkar líka á a(alfa)A-viðtaka, þó ekki eins mikið og adrenalín og ísópróterenól.. Með tiltölulega littlum skömmtum eru hjartaörvandi áhrif noradrenalíns yfirgnæfandi, en með stórum skömmtum verða samdráttar áhrifin yfirgnæfandi.

Noradrenalín er notað sem boðefni frá taugafrumum þegar sléttu vöðvarnir í æðaveggjunum eiga að dragast saman, til dæmis ef senda á boð til háranna á handleggjunum um að þau eigi að rísa vegna kulda. Ef hæfileikinn til þess að boðefnum í heila rétt, noradrenalíni auk dópamíns og seretóníns, er úr skorðum er talið að það valdi geðhvarfasýki.

Hormónavefurinn


Hormónavefurinn. Adrenalín og Noradrenalín.
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 22. nóvember 2000.