LOL 103

Bygging og myndun adrenalíns

 

Adrenalín er myndað í röð flókinna efnaferla sem stjórnast af sérhæfðum efnum, svonefndum ensímum. Adrenalínmyndun fer fram í Nýrnahettumerginum, þar er einnig myndað noradrenalín, en adrenalín er um það bil 80% af myndefnunum. Hér fyrir neðan má svo sjá það ferli, í 5 þrepum, sem fer fram þegar adrenalín er myndað:

Fyrstu tvö þrepin fela það í sér að tengja tvo OH hópa á arómatíska hringinn og mynda þannig millisameindina DOPA. Í næsta skrefi er karboxýlhópurinn (COOH) fjarlægður og eftir verður Dópamín, mikilvægt boðefni fyrir taugar og heila. Enn einum OH hópi er bætt á efnið og úr verður Noradrenalín, systurefni Adrenalíns, sem hefur svipaða virkni. Lokaskrefið er svo að bæta Metýlhóp á amínóhluta noradrenalíns, og úr verður adrenalín.

Adrenalín er einnig búið til á rannsóknastofum, til lyfjaframleiðslu, en það ferli verður ekki rakið hér, að svo stöddu hið minnsta.

Hormónavefurinn


Hormónavefurinn. Adrenalín og Noradrenalín.
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 22. nóvember 2000.