LOL 103

Adrenalín sem lyf

 

Vegna hinna víðtæku áhrifa sem adrenalín hefur á líkamann er það mjög mikilvægt við allskynd lyfjaframleiðslu.


Adrenalín er ekki hægt að gefa í töfluformi, það brotnar upp í meltingarveginum og verður því að gefa það í æð, eða með innöndun.


Vegna þess að það opnar öndunarveg er það mjög algengt í astmalyfjum allskonar,
það er notað í hjartastjórnandi- og hjartaörvandi lyf, það er notað við skurðaðgerðir til að koma í veg fyrir blæðingu, og einnig til að koma í veg fyrir (eða allavega minnka) innvortis blæðingar. Fjallgöngumenn sem fara á hæstu fjöll, t.d. Mount Everest, hafa alltaf með sér adrenalín, sem síðasta neyðarúráð, því að þó það endist ekki lengi gæti það alltaf veitt þennan lokakraft sem þarf.

Hormónavefurinn


Hormónavefurinn. Adrenalín og Noradrenalín.
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 22. nóvember 2000.