LOL 103

Lyf

 

Noradrenalín spilar hlutverk í mörgum sjúkdómum eða kvillum. Það er bæði notað sjálft í lækningaskyni sem og mörg lyf sem gefin eru verka á einhvern hátt á verkun þess í líkamanum. Þegar noradrenalín er gefið þá er það aðalega gert í því skyni að hafa áhrif á eitthvað tengt blóðþrýstingi.Noradrenalín sem lyf er fengið, ásamt adrenalíni, úr adrenal-kirtlum( nýrnahettumerg ) tamdra dýra eða búið til á efnafræðilegan máta. Noradrenalíni er veitt í æð og er gefið af læknum eða öðru faglærðu fólki á sjúkrahúsum, sjúklingar geta ekki meðhöndlað sig sjálfir.Noradrenalín er gefið til að meðhöndla nokkur vandamál tengd hjarta og þar á meðal mjög lagan blóðþrýsting. Það er einnig notað til að berjast gegn vissum tegundum áfalla.
Dæmi um lyf sem notað er í meðferð gegn háum blóðþrýstingi er Metýldópa. Það hefur áhrif á samsetningu noradrenalíns með því að láta adrenal-framleiðandi frumur framleiða og losa falskan efnaboðbera, metýlnoradrenalín, sem verkar ekki eins vel og noradrenalín sjálft. Metýldópa virðist verka með því að hafa áhrif á þann hluta heilans sem tengist stjórnun blóðþrýstings og á yfirborð adrenal-framleiðandi tauga.
Það eru margar hugsanlegar aukaverkanir, misalvarlegar þó, sem geta fylgt notkun noradrenalíns og hér að neðan má sjá upplistun á þeim. Alvarlegar aukaverkanir :

  • Andateppa
  • Svimi eða máttleysi
  • Óreglulegur hjartsláttur, óeðlilega hraður hjartsláttur eða verkur fyrir brjósti.
  • Verkur, roði, bólga eða erting við stungusár.
  • Útbrot, ofsakláði.

Minniháttar :

  • Kvíði eða taugaveiklun.
  • Örðuleikar með svefn.
  • Höfuðverkur
  • Aukin svitamyndun
  • Ógleði,
  • uppköst Þreyta

Einnig má nefna að þeir sem eru sykursjúkir, og þurfa að nota noradrenalín, verða að sýna sérstaka aðgát því noradrenalín getur hækkað blóðsykur í blóði.

Sá hluti sem tengist áhrifum einhverja lyfja á noradrenalín er ívið umfangsmeiri en sá um hlutverk noradrenalíns sjálfs sem lyfs. Noradrenalín á þátt í því að valda þunglyndi og er dregið úr einkennum þess með því að gefa lyf sem verka á boðefnaferli þess. Þeir sjúkdómar sem einna helst tengjst noradrenalíni eru geðsjúkdómar, geðhvarfasýki og geðdeyfð. Geðhvarfasýki kemur upp vegna ójafnvægis á boðefnunum noradrenalíns, dópamíns og seretóníns, lyfjameðferð færir boðefnin aftur til jafnvægis.
Geðdeyfð tengist vanstarfsemi boðefnisins noradrenalíns auk truflanna í hormónastarfsemi. Geðdeyfðarlyf auka noradrenalínvirkni í heilanum samfara því að draga úr virkni barkstýrihormónsins. Þau hamla einnig endurfrásog noradrenalíns og auka þar með magn noradrenalíns á taugamótum. Þessar breytingar eru ekk skjótar og taka vikur. Samfara breytingunum léttir geðdeyfðinni.
Dæmi um lyf sem verka á geðdeyfð :

  • Edronax er notað við meðferð á geðdeyfð eða djúpri geðdeyfð og til að viðhalda bata hjá sjúklingum sem svöruðu meðferðinni í upphafi. Edronax inniheldur Reboxetín sem er mjög sértækur og öflugur hemill á endurupptöku noradrenalíns.
  • Amilín er geðdeyfðarlyf sem verkar með því að hindra enduruppsog noradrenalíns og seretóníns í taugaendum.

Hormónavefurinn


Hormónavefurinn. Adrenalín og Noradrenalín.
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 22. nóvember 2000.