LOL 103 |
Lyf |
|||
|
Noradrenalín spilar hlutverk
í mörgum sjúkdómum eða kvillum. Það er bæði notað sjálft í lækningaskyni
sem og mörg lyf sem gefin eru verka á einhvern hátt á verkun þess í líkamanum.
Þegar noradrenalín er gefið þá er það aðalega gert í því skyni að hafa
áhrif á eitthvað tengt blóðþrýstingi.Noradrenalín sem lyf er fengið, ásamt
adrenalíni, úr adrenal-kirtlum( nýrnahettumerg ) tamdra dýra eða búið
til á efnafræðilegan máta. Noradrenalíni er veitt í æð og er gefið af
læknum eða öðru faglærðu fólki á sjúkrahúsum, sjúklingar geta ekki meðhöndlað
sig sjálfir.Noradrenalín er gefið til að meðhöndla nokkur vandamál tengd
hjarta og þar á meðal mjög lagan blóðþrýsting. Það er einnig notað til
að berjast gegn vissum tegundum áfalla.
Minniháttar :
Einnig má nefna að þeir sem eru sykursjúkir, og þurfa að nota noradrenalín,
verða að sýna sérstaka aðgát því noradrenalín getur hækkað blóðsykur
í blóði. Sá hluti sem tengist áhrifum einhverja lyfja á noradrenalín er ívið
umfangsmeiri en sá um hlutverk noradrenalíns sjálfs sem lyfs. Noradrenalín
á þátt í því að valda þunglyndi og er dregið úr einkennum þess með
því að gefa lyf sem verka á boðefnaferli þess. Þeir sjúkdómar sem
einna helst tengjst noradrenalíni eru geðsjúkdómar, geðhvarfasýki
og geðdeyfð. Geðhvarfasýki kemur upp vegna ójafnvægis á boðefnunum
noradrenalíns, dópamíns og seretóníns, lyfjameðferð færir boðefnin
aftur til jafnvægis.
|