LOL 103 |
Adrenalínfíklar |
|||
|
Adrenalínáhrifin valda skrítinni tilfinningu um allan líkamann. Sumt fólk þolir ekki þessa tilfinningu og gerir allt sem það getur til að forðast að fá hana, á meðan annað fólk er liggur við háð henni, og er tilbúið til að leggja líf sitt í hættu til að njóta áhrifanna. Þetta fólk er í daglegu tali nefnt adrenalínfíklar, eða áhættufíklar, og það stundar áhættuíþróttir. Að vísu eru ekki allar íþróttir áhættuíþróttir, og eins þarf fólk mis mikla áhættu til að fá adrenalínið í blóðið. Sumum dugar jafnvel að horfa á spennandi bíómynd, eða spila tölvuleik, en öðrum dugar það ekki og það eru þeir sem stunda fallhlífastökk, klettaklifur, teygjustökk, fjallgöngur, listflug, svifflug, og aðrar stórhættulegar íþróttir sem venjulegt fólk kannski langar að gera, en einfaldlega þorir það ekki. |